Glæsileg aðstaða
Tjaldsvæði Gestshúsa er stórt og fallegt. Aðstaðan er til fyrirmyndar og staðsetningin einstaklega góð. Mikil veðursæld er á svæðinu þar sem jaðrar þess eru skógi vaxnir. Gestir hafa aðgang að glæsilegri þjónustumiðstöð með snyrtingum, sturtum, eldunaraðstöðu og stórum matsal. Norðan við tjaldmiðstöðina er svæði þar sem hægt er að losa úr ferðasalernum og vatnstönkum sem og slanga til að fylla neysluvatn. Í og við þjónustumiðstöð er í boði frítt þráðlaust internet.
Svæðið skiptist í tvö aðskilin svæði, annars vegar svæði fyrir tjöld og hins vegar svæði fyrir húsbíla, tjaldvagna og fellihýsi með aðgangi að rafmagni. Rafmagnstenglar eru 40 talsins og eru staðsettir utan með svæðinu. Á vagnsvæðinu eru rólur fyrir börn og Grýlupottar sem þykja vinsælir hjá yngri kynslóðinni.
Heitir pottar eru á svæðinu og standa gestum til boða gegn vægu gjaldi. Börn yngri en 14 ára skulu vera í fylgd forráðamanna. Pottarnir eru opnir á opnunartíma þjónustumiðstöðvar.
Sumarið 2020 verður morgunverður eingöngu í boði fyrir hópa. Í þjónustumiðstöð er boðið upp á kaffi, gos og vínveitingar. Þjónustumiðstöðin er opin til kl. 21.00 á sumrin og kl. 18.00 á veturna.
Tjaldsvæðið er staðsett í göngufæri við miðbæinn, sundlaugina, íþróttavöllinn, veitingastaði og matvöruverslun.
Verðskrá 2024
Einn fullorðinn + tjald/hjólhýsi | 3.500kr. |
Hver gestur umfram fyrsta gest | 1.500kr. |
Börn 13 – 18 ára í fylgd með forráðamanni | 1.000kr. |
Börn 13 ára og yngri | frítt |
Einn eldriborgari/öryrki + hjólhýsi/húsbíll | 3000kr. |
Auka gestur | 1300 kr. |
Rafmagn | 1100 kr. |
Rafmagn eldri borgarar/öryrki | 900 kr. |
Þvottavél | 900 kr. |
Þurrkari | 900 kr. |
Heitur pottur | 500 kr. |
Te/Kaffi | 350 kr. |
Morgunverðarhlaðborð | 2300kr |
Á kótelettunni, Sumar á Selfossi og um Verslunarmannahelgi er 25 ára aldurstakmark á tjaldsvæðinu. |
|
Bókaðu þegar þú mætir!
Tjaldsvæðið er opið allt árið um kring
Einstaklingar þurfa ekki að bóka,við höfum nóg pláss! Komið í þjónustumiðstöð áður en þið leggið hjólhýsum eða tjaldið.
Hópar, vinsamlega hafið samband í gegnum tölvupóst á gesthus@gesthus.is
Myndasafn
Þú getur skoðað tjaldsvæðið og aðstöðuna í gegnum myndasafn okkar.
Skilmálar og Algengar spurningar
Þráðlaust internet
Í og við þjónustumiðstöð er í boði frítt þráðlaust internet.
Frí bílastæði
Allir gestir leggja frítt
Rafmagn
Rafmagnstenglar eru 40 talsins og eru staðsettir utan með svæðinu
Heitir pottar
Heitir pottar eru á svæðinu og standa gestum til boða gegn vægu gjaldi.
Losun ferðasalerna
Norðan við tjaldmiðstöðina er svæði þar sem hægt er að losa úr ferðasalernum
Þvottavél og þurrkari
Gestir hafa aðgang að þvottavél og þurrkara gegn vægu gjaldi.
Þjónustumiðstöð
Gestir hafa aðgang að góðri tjaldmiðstöð með snyrtingum, sturtum, eldunaraðstöðu og stórum matsal.
Morgunverður
Sumarið 2020 verður morgunverður eingöngu í boði fyrir hópa.
Þarf að bóka fyrirfram?
Einstaklingar þurfa ekki að bóka, við höfum nóg pláss!
Hópar, vinsamlega hafið samband í gegnum tölvupóst á gesthus@gesthus.is
Hvar greiði ég ?
Gestir þurfa að skrá sig og greiða inn í þjónustumiðstöð okkar. Vinsamlega athugaðu að rukkun út á svæði er þjónusta sem greitt er aukalega fyrir.
Reglur á tjaldvæðinu
Verið velkomin á Tjaldsvæði Gesthúsa
- Gestir skulu tilkynna komu sína í móttöku og greiða dvalargjöld ÁÐUR en tjaldað er, eða ferðavögnum lagt. Rukkun úti á svæði er þjónusta sem greitt er aukalega fyrir.
- Öll óþarfa umferð ökutækja á tjaldsvæðinu er ekki leyfð frá miðnætti til 07:00
- Sýnið tillitssemi og rjúfið ekki næturkyrrð að óþörfu. Kyrrð og ró skal vera eftir miðnætti.
- Misbrestur á umgengni / háttvísi gagnvart öðrum gestum, starfsfólki og aðstöðu getur varðað fyrirvaralausum brottrekstri af svæðinu án bóta fyrir viðkomandi.
- Ölvun er bönnuð á svæðinu.
- Vinnið ekki spjöll á náttúrunni.
- Allt sorp skal láta í ruslagám á svæðinu. Dósir og flöskur í dósagám.
- Allur opinn eldur er bannaður.
- Á tónlistarhátíðinni Kótilettunni, um verslunarmannahelgina og á Sumar á Selfossi er 25 ára aldurstakmark. Barnafjölskyldur eru undanþegnar.
ENGIN ÁBYRGÐ ER TEKIN Á EIGUM TJALDGESTA
Afbókunarskilmálar fyrir hópa
Þú getur afpantað þér að kostnaðarlausu þar til 7 dögum fyrir komu. Þú greiðir heildarverð bókunarinnar ef þú afpantar innan 7 daga fyrir komu. Ef þú mætir ekki greiðir þú heildarverð bókunarinnar.
Heimilisfang
Engjavegur 56,
800 Selfoss
Heyrðu í okkur
(+354) 482 3585
Sendu tölvupóst
gesthus@gesthus.is